Ég sá auglýsingu um námskeið á netinu um Bowentækni. Það eina sem ég vissi um Bowen var að vinkona mín hafði fengið bata á tennisolnboga í gegnum aðferðina. Ég hafði áhuga á að kynna mér þetta nánar þar sem ég starfa sem nuddari og er sífellt að leita leiða við að bæta við þekkingu mína. Þegar ég mætti á 1.stig námskeiðsins hafði ég ekki mikla trú á að þessar litlu hreyfingar gætu skipt sköpum. Þegar Jórunn spurði hvort einhver kenndi sér meins einhversstaðar, sagði ég frá því að ég væri með frosna öxl og gæti ekki lyft henni hærra en 90° beint út eftir vinnuslys sem ég varð fyrir þegar ég starfaði sem smiður. Á þriðja degi námskeiðsins gerði Jórunn hreyfinguna öxl á mér og ég ákvað með sjálfum mér að ef hún gæti lagað öxlina mína myndi ég halda áfram og klára námið en ef ekki myndi ég hætta. Tveimur tímum síðar gat ég lyft hendinni upp yfir öxl, sem ég hafði ekki getað gert í 8 ár. Það tók mig tvo daga að sannfærast um að batinn var kominn til að vera og þar með hurfu allar mínar efasemdir. Í dag er ég stoltur og starfandi Bowentæknir og held áfram að miðla þessari tækni til fólks og eftir reynslu mína og annarra sem ég hef meðhöndlað mæli ég hiklaust með Bowentækni.

Nils Guðjón Guðjónsson / 8976944 / nilsgudjon@gmail.com
Bowentæknir/Nuddari/Trésmiður
Bláskógabyggð

————————————————–

Ég var búin að leita lengi eftir aðferð sem getur unnið með líkamann í heild, þar sem ég er búin að vinna með reiki í 20 ár og hef þróað punkta tækni með því, og fannst vanta eitthvað, ég var búin að kynna mér punkta nudd, og fleiri meðferða aðferðir enn fann ekki það sem ég var að leita af fyrr en ég las um bowen tæknina, Námið var virkilega gefandi og skemmtilegt að takast á við nýja hluti, Jórunn er snilldar kennari og með mikla reynslu á sínu sviði, það verður enginn svikinn með þessu frábæra námi. Eftir Bowen námið er komin heild hjá mér og get ég loks gefið fullnægjandi meðferð sem vinnur með allan líkamann og orkusvæðin í leiðinni.

Ragnheiður Braeckman / 8886913 / ragnhs@gmail.com
Bowentæknir í Reykjavík
www.bowen.n.nu

————————————————–

Í gegnum árin hefur Bowenmeðferð hjálpað mér mikið m.a. með bakvandamál. Nú þegar ég er farin að vinna við Bowenið gefur það mér ómælda gleði að hjálpa öðrum. Takk elsku Jórunn Símonardóttir, þessi námstími var hreint yndislegur, námið frábært og að kynnast þér eru algjör forréttindi, hvetjandi, skemmtileg og umfram allt góður kennari.

Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir / 6998905 / bowenmedferd@gmail.com
Hjúkrunarfræðingur og Bowentæknir
Reykjavík

————————————————–

Eftir smá pælingu ákvað ég að skella mér í Bowen nám hjá Jórunni sem ég mæli klárlega með. Fyrst hugsaði ég með mér að ég gæti hjálpað fjölskyldunni og þegar ég sá hvað bowen gerði gott fyrir alla fór ég að vinna við bowen og er að elska að horfa á fólk labba út ánægt og líða vel eftir meðferð.  Bowen námið er svo frábært hvað það hefur hjálpað mér að þroskast og finna það sem mér langar að vinna við svo er kennarinn líka æðislegur gerið námið svo líflegt og skemmtilegt tala nú ekki um hvað ég kynntist æðislegum skvísum í náminu.
Mæli klárlega með Bowen

Þórey Björk Þórisdóttir / 8211183 / thoreyb@gmail.com
Bowentæknir í Búðardal
Leiðólfsstaðir ll

————————————————–

Elsku Jórunn og Margeir, ég vil óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Það er alveg ótrúlegt að það sé næstum komið ár síðan ég byrjaði í Bowen náminu. Á þessu ári hefur ansi mikið gerst og mér opnast heimur sem ég er svo sannarlega stolt af að tilheyra. Ég átti ekki von á því að vera komin á fullt svona fljótt. Takk fyrir allt elsku þið. Ég er þakklát og auðmjúk fyrir það sem þið hafið gefið mér. Ég tek fagnandi á móti nýju ári og hlakka til að bæta við mig þekkingu og færni í Bowen tækninni.
Kærleikskveðja,

Lóa Rut Reynisdóttir / 8699456 / loar@simnet.is
Bowentæknir í Reykjanesbæ

————————————————–

Ég fór í Bowen námið því ég sá svo mikla möguleika í því og svo fannst mér svo flott hvað það var að gera fyrir þá sem voru að takast á við veikindi… mismikil veikindi. Ég sé sko ekki eftir því… Bowen er rosalega skemmtilegt og gefandi. Það skemmir nú ekki fyrir að kennarinn okkar kemur hlutunum vel og skemmtilega frá sér. Hún veit hvað okkur vantar að heyra til að halda áhuga okkar. Ég segi bara að fyrir mig er þetta snilld.

Kristbjörg ST. Gísladóttir / 8476757 / kristbjorg.radgjof@gmail.com
Bowentæknir/Ráðgjafi ICDAC /MPNLP
Selfoss og Reykjavík

————————————————–

Ég mæli með þessu! ? Námið er svo sannarlega spennandi og gefandi og það kom mér svo skemmtilega á óvart ? Jórunn er besti og skemmtilegasti kennari sem ég hef kynnst. Ég útskrifaðist í vor 2017 og væri til í að fara annan hring ?

Aðalheiður Svanhildardóttir / 8225680 / heidaheilun@gmail.com
Kennari/Bowentæknir/Reikimeistari
Reykjavík

————————————————–

Vel skipulagt nám/námskeið þar sem eru gerðar kröfur um árangur og rétt vinnubrögð.

Ása Fönn Friðbjarnardóttir / asafonn@dalvikurbyggd.is / 8981665 / 776 4312
Ásholti 8
621 Dalvík (dreifbýli)

————————————————–

Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og læra meira af líkamsmeðferðum, þá benti vinkona mér á bowen og að það hefði hjálpað henni mikið. Ég hafði aldrei heyrt um það fyrr og fór að lesa mig til og varð svona líka heilluð að ég skráði mig í námið. Námið er virkilega skemmtilegt og gefandi. Gaman að takast á við nýja hluti og skemmit ekki að hafa frábæran kennara sem Jórunn er svo sannarlega. Eftir Bowen námkið get ég nú unnið með allan líkamann í heild sinni og hjálpað öðrum sem er svo frábært.

María Erna Jóhannesdóttir / mariaerna80@gmail.com / 8610216
Ásavegi 14
900 Vestmannaeyjum

————————————————–

Ég á fjögur börn, tvö með einhverfu og hein tvö með ADHD. Mér vantaði eitthvð til að hjálpa eim, sérstaklega til að slaka á eftir erfiðan dag, eða viku. Ég ´for að vafra u á netinu og rakst á þetta Bowen námskeið, ég kynnti mér þetta betur og læist vel á svo ég ákvað að senda Jórunni póst. Hún svaraði skemmtilega og fullvissaði mig þar um að demba mér í þetta og ekki sé ég eftir þeirri ákvörðun. Að læra bowen hefur hjálpað mér mikið á margsskonar hátt, ekki skemmdi það fyrir að ég eignaðist góðar vinkonur á námskeiðinu og kennarinn var frábær í alla staði. Mæli hiklaust með þessu fyrir hvern sem er takk fyrir mig

Aðalheiður Dagmar Einarsdóttir / elli1805@hotmail.com / 8659089
Silfurbraut 5
780 Höfn í Hornafirði

————————————————–

Námskeiði var mjög skemmtilegt og fræðandi. Kennarinn kenndi allar hreyfingar vel og kom öllu námsefni vel frá sér auk þess að veita framúrskarandi leiðsögn yfir námstíman alltaf tilbúin að fræða og kenna okkur. Hópurinn sem byrjaði námið saman , endaði sem mikill stuðningshópur fyrir hvert annað. Hvort sem námið er fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við bowen eða bara til að geta gert meðferðir á fjölskyldu þá mæli ég sterklega með þessu, því þetta opnar augun hvað líkaminn er magnaður og hvað hann er fær um.

Sigrún Björk Sveinsdóttir / helvitisdrasl@hotmail.com / 6923596
Miðholt 9
270 Mosfellsbær

————————————————–

Mér fannst námið mjög spennandi og skemmtilegt. Frábærir kennarar sem koma efninu vel og skemmtilega til skila. Bowen er eitthvað sem hefur hjálpað mér sjálfri mikið og fannst því spennandi að læra þetta sjálf og sé sko ekki eftir því. Það er ótrúlegt hvað Bowen getur gert og hvaða áhrif það getur haft.

Ásdís Þorgils  / asdis@einka.is / 891 8077
einkaþjálfari og íþróttakennari
bowentæknir
Reykjanesbæ

————————————————–

Mér fannst námskeiðið skemmtilegt og fróðlegt. Kennararnir skemmtilegir og það gerði námsefnið auðveldara og skemmtilegra. Mæli 100% með Bowen Skólanum. Gott aðhald og stuðningur allt námið.
Takk fyrir mig.

Anna Heiða Óðinsdóttir / annaheida87@gmail.com / 762 5699
Jógakennari, einkaþjálfari
Heilari og bowentæknir
Reykjavík

————————————————–

Mig langaði að læra eitthvað sem getur hjálpað okkur sjálf að verða betri. Hafði aldrei farið í Bowen sjálf og vissi ekkert um bowen en orðið ” bandvefslosun” náði strax athygli minni og þí ákað ég að skella mér í þetta nám go sé ekki eftir því. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gefandi nám og ég hlakka til að byrja að nýta mér þessa þekkingu sem ég he lært. Sjálf stunda ég hlaup og vona ég að ég geti nýtt mér Bowentækni í sambandi við hlaupin.

Elín Sif Sigurjónsdóttir / reykjasida@gmail.com / 697 9984
Akureyri

————————————————–

Mjög skemmtilegt og lifandi nám, skemmtilegir kennarar og skýr framsetning. Mætti vera betri og skýrari kennsla varðandi skýrslur. Frábært að eiga möguleika á framhaldsnámskeiðum til að halda sér við go efla. Mæli 100% með þessu námi.

Tinna Jónsdóttir / ljosan@internet.is / 8970903
ljósmóðir
Akureyri