Hvað geri ég til að læra Bowentækni?

Námið í  Bowenskólanum hefur verið þróað til að þú getir stundað það á eigin hraða.

Nemendur fá stuðning kennara við að læra inn á bandvef líkamans, líffærin og virkni þeirra eftir því sem þeim hentar best og hvar áhuginn liggur.

Metnaðarfullir kennarar aðstoða og leiða nemendur í náminu, sem hefst með starfsþjálfun. Frá og með öðru ári sérhæfa nemendur sig með því að taka sjálfir einstaklinga í Bowenmeðferð, fara ítarlega yfir sjúkdómssögu þeirra og gera nákvæmar skýrslur til að sýna fram á skilning á Bowentækninni. Námskeiðin eru hagnýt og gefa hverjum og einum tækifæri til að fá verklega reynslu. Hópastærðir eru litlar, sem tryggir að hver og einn fær einstaklingsmiðaða leiðsögn frá kennara sínum þegar Bowensnertingarnar eru æfðar.

Við hvetjum þig til að ljúka öllum fimm námsstigum skólans á þeim hraða sem hentar þér. Þannig tryggirðu þér hámarksfærni og sjálfsöryggi í starfi. Þú getur valið þér kennara og þann vettvang sem hentar þér best. Við hvetjum eindregið til þess að námið taki að lágmarki níu mánuði (ekki minna) en tökum að sjálfsögðu tillit til sérstakra aðstæðna þegar svo ber undir.

Skráning

“Ég fór í Bowen námið því ég sá svo mikla möguleika í því og svo fannst mér svo flott hvað það var að gera fyrir þá sem voru að takast á við veikindi… mismikil veikindi. Ég sé sko ekki eftir því… Bowen er rosalega skemmtilegt og gefandi. Það skemmir nú ekki fyrir að kennarinn okkar kemur hlutunum vel og skemmtilega frá sér. Hún veit hvað okkur vantar að heyra til að halda áhuga okkar. Ég segi bara að fyrir mig er þetta snilld.!”
Kristbjörg

Sjá fleirri reynslusögur

Bowenskóli

Til að verða fullgildur Bowentæknir þarf að klára 5. stig.
Hvert stig eru þrír dagar föstudagur-laugardagur og sunnudagur
Hver dagur er frá kl 9:00 til kl 17:00

það eru ca 1 mánuður á milli stiga og byrjar skólinn á haustin og útskrift  verður í febrúar 2025 og er skólinn staðsettur á Suðurlandsbraut 30 í Heilsumiðstöð Reykjavíkur.

Bowen skólaárið 2024-2025

Tveir hópar og 10 manns í hvorum hóp.
Dagsetningarnar:

Fyrri hópur
1. stig Föstud, laug og sun 6. -8. september
2. stig Föstud, laug og sun 4. -6. október
3. stig Föstud, laug og sun 10. -12. janúar
4. stig Föstud, laug og sun 14.-16. febrúar hópar sameinaði

Seinni hópur

1. stig Föstud, laug og sun . 20. – 22. september
2. stig Föstud, laug og sun 1. – 3.nóvember
3. stig Föstud, laug og sun 17. -19. janúar
4. stig Föstud, laug og sun 14.-16. . febrúar hópar sameinaðir

5. stigið verður miðvikudag, fimmtudag og föstudag 12. – 14. mars.

Nemendur fá íslenskar kennslubækur.
Kennari á námskeiðinu verður
Jórunn H.M Símonardóttir
CBS Bowen kennari á Íslandi
College of Bowen Studies í Englandi.