Framhaldsnámskeið
Neðri útlimir
Ökklar, hné og Aftanlæri. Ástæður þess að ekki er hægt að aðgreina þessa líkamshluta við meðferð. Hvernig á að meðhöndla neðri útlimina sem eina heild og hvernig fóturinn (e. lower leg) hefur áhrif á aðra líkamshluta.
Tveggja daga námskeið.
Móðir og barn
Tveggja daga vinnustofa sem gefur þér allt sem þú þarft til að meðhöndla barnshafandi konur, kornabörn og smábörn. Farið verður yfir algenga krankleika verðandi mæðra, á borð við morgunógleði, bakflæði, grindargliðnun og fleira. Einnig verða skoðuð vel þau vandamál sem fylgja kornabörnum sem hafa komið í heiminn við erfiðar fæðingar, svo sem svefnvandi og tregða við að nærast.
Tveggja daga námskeið.
Taugakerfið
Kennt er um mænuræturnar. Hvaða líffærum þær tengjast og hverju þær stjórna. Farið er yfir kortlagningu taugakerfisins í samhengi við húðgeira (e. dermatome) og hvernig þreifingar skulu fara fram. Skoðaðar eru leiðir til að meðhöndla taugakvilla með Bowen
Tveggja daga námskeið.
Starfsþjálfun starfandi Bowentækna
Ómetanleg vinnustofa sem hentar jafnt nýjum sem reyndum Bowentæknum. Námskeiðið er að mestu leyti leitt af reyndum Bowentækni svo að hér er frábært tækifæri fyrir þig til að finna ferskan byr í starfið.
Tveggja daga námskeið.
Axlir og mjaðmir
Vinnustofan um axlir og mjaðmir er skipulögð til að skerpa á færninni til að meðhöndla þessi tvö mikilvægu svæði líkamans.
Tveggja daga námskeið.
Hryggurinn
Á þessari vinnustofu er áherslunni beint að mænunni og er hún því tækifæri fyrir þig til að bæta þekkinguna á höfuðkúpu, hrygg, spjaldhrygg og mjöðmum. Farið er yfir grunnatriði en líka flóknari atriði eins og taugakerfið, þar á meðal mænutengingar við höfuð, handleggi og mjaðmir.
Tveggja daga námskeið.
Íþróttir (1., 2. og 3. hluti)
Gott tækifæri til að skilja birtingarmyndir algengra íþróttameiðsla, einkenni þeirra og afleiðingar. Þróaðu þínar eigin meðferðarleiðir sem eru trúverðugar, sveigjanlegar og gerðar til þess að leiða skjólstæðinga þína aftur í íþróttaiðkun með raunhæfum markmiðum. Lærðu tungumál íþróttaheimsins og af hverju það er svona mikilvægt að við gefum gefum honum gaum.
Tveggja daga námskeið.
Grundvallaratriði Bowen
Þegar ég lærði Bowen fyrst fyrir mörgum árum síðan varð ég uppnuminn af möguleikunum og markvirkni þess. Þetta hefur aldrei breyst hjá mér en með tímanum fékk ég til mín æ fleiri skjólstæðinga sem pössuðu ekki inn í ramann og þurftu annars konar meðferð en ég hafði í handraðanum. Fljótlega fór ég að kafa dýpra í hver áhrifin af Bowen eru í raun og veru, hvað það er og af hverju það virkar.
Tveggja daga námskeið.