Hvernig getur BOWEN hjálpað

Í Bowenmeðferð eru notaðar léttar, rúllandi hreyfingar. Þær hafa áhrif á mjúkvefina sem aftur senda merki til heilans. Það er orðið viðurkennt í vísindum 21. aldarinnar að Bowenmeðferð stuðlar að jafnvægi líkamans þó að hún sé algjörlega laus við nudd eða þvingaða meðhöndlun.

Hvernig fer meðferðin fram?

Hvert skipti tekur um það bil 60 mínútur. Meðferð hefst eftir viðtal hjá meðferðaraðilanum þínum og samanstendur af sérhæfðum, léttum, rúllandi hreyfingum yfir mjúkvefjum líkamans og það má vera í fötum. Ákveðin gerð af hléum eru hluti af meðferðinni. Meðferðarþeginn hvílist á meðan á þeim stendur og líkaminn fær tækifæri til að ná nýju jafnvægi.
Venjulega finna meðferðarþegar samstundis mun til batnaðar.
Flestir sýna svörun innan 48 klst.

Lágmarksmeðferð eru þrjú skipti með 5-10 daga millibili. Til að fá hámarks virkni í Bowen-meðferðinni er mælt með að vera ekki í annarri líkamlegri meðferð, hvorki í vikunni á undan né eftir, þó er í lagi að vera í lyfjameðferð, næringarmeðferð eða líkamsþjálfun og öll hreyfing eykur árangur.

Við hverju er vitað að Bowen hafi gert gagn?
Langtímaverkjum, íþróttameiðslum, bráða- og langtímaverkjum í baki, staðbundnum verkjum, settaugarbólgu, frosnum öxlum og tennisolnboga, hálshnykkjum, óþægindum í kjálkum (e. TMD / TMS), frjókornaofnæmi, höfuðverkjum / ennisholubólgum, streitu og spennu, meltingartruflunum, síþreytu, verkjum í hælum og fótum..

Nám í Bowentækni?

Bowen námið á Íslandi undir leiðsögn Jórunnar Símonardóttur Bowenkennara er skipulagt undir nákvæmu eftirliti Evrópska Bowenskólans á Írlandi, College of Bowen Studies. Nemendur stjórna námshraðanum sjálfir og fá stuðning kennara við að læra inn á bandvef líkamans, líffærin og virkni þeirra eftir því sem þeim hentar best og hvar áhuginn liggur.

Metnaðarfullir kennarar aðstoða og leiða nemendur í náminu, sem hefst með starfsþjálfun. Frá og með öðru stigi sérhæfa nemendur sig með því að taka sjálfir einstaklinga í Bowenmeðferð, fara ítarlega yfir sjúkdómssögu þeirra og gera nákvæmar skýrslur til að sýna fram á skilning á Bowentækninni.

Ýttu hér fyrir nánari upplýsingar

Vinnustofur starfandi Bowentækna

Við leggjum mikla áherslu á mikilvægi endurmenntunar og starfsþróunar starfandi Bowentækna, sem tryggir áframhaldandi góða þjónustu til þeirra sem þurfa á að halda vegna heilsufarsvandamála sinna. Vinnustofur sem haldnar eru reglulega geta gefið svör við erfiðum tilfellum og þar að auki ýta þær undir starfsánægju Bowentækna ásamt því að viðhalda góðu orðspori Bowen sem raunhæfri og árangursríkri lausn fyrir góða heilsu.

Bowenskólinn hefur skipulagt hentuga námsleið fyrir Bowentækna sem vilja vaxa og fylgjast með nýjustu framförum. Skólastjórinn, Paula Esson, og kennarar skólans hafa framkvæmt rannsóknir og í kjölfarið skipulagt viðeigandi, öflug námskeið, sérstaklega ætluð fyrir starfsþroskann þinn.

Nánar um framhaldsnámskeið